Það er vor

Hvar ertu nú, vorblómið væna?
vorið mitt ljúfa og græna.
Beið ég þín lengi, svo lengi
leikandi á vetrarins strengi.
Komdu og sögurnar segðu
með suðrænum leikandi vindum.
Birtuna í brjóstið mitt leggðu
með blíðlegum sumarsins myndum.
Hvar ertu nú, vorið mitt væna,
vorið mitt ljúfa og græna?
Bíddu ekki boðanna lengur
brostinn er vetrarins strengur.

jgr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband