Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Kvöld

Mildur og fagur,
ferðast hljótt:
Kveður dagur,
dimm er nótt.

Ljáðu eyra
lágum róm,
þá má heyra
þíðan hljóm.

Sálin viknar,
sárið grær.
Minning kviknar
kristalstær.

Mundu ljúfra
að leita fljótt.
Þiggðu að hjúfra
hjá þeim í nótt.

jgr


Dýrmætur dagur

Hver dagur þér strýkur
sem dýrmætur blær,
hver dagur er lífs okkar veldi.
Í deginum eina
hver dögun þín grær,
dagsvonin ljós þitt að kveldi.
Og dagurinn lifir
með dásemd, svo hljótt
sem demanti heimurinn skarti.
Mundu að svo fæðist
um myrkvaða nótt:
morgunninn dýrðlegi, bjarti.

jgr


Drýpur sól

Fjöll og heiðar,
himnagátt,
hljótt er þokubandið.
Dalalæðan
dvínar brátt,
drýpur sól á landið.

jgr


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband