Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2011

Í núinu

Ţótt nú dimmi
og dagi síđar
mun aftur birta
innan tíđar.

Ljúfra nátta
og lita gliturs,
dökkva njótum
en daga síđar.

 jgr


Tónspil hjartans

Ómar lífsins
lag og hljómar,
leikur dýrđ um hugann bjarta.

Upphafs stef
á strengi vonar
slegiđ var af ţínu hjarta.

jgr


Djásn

Ljóminn í augunum
lífsgleđi sveipar.
Litfegurđ ţeirra
er mannanna skraut.
Brosiđ er dýrmćtur
demantur lífsins.
Djásniđ sem mannkyn
viđ fćđingu hlaut.

Gefđu mér brosiđ
já, gleđina sjálfa.
Gjöfina einu
sem kostar ei neitt.
Gefđu mér djásniđ
hiđ dýrmćta eina,
demantinn ţann
sem fćr hamingju veitt.

jgr

*Djásn er í ljóđabókinni minni, Í fegurđ hafsins, sem kom út 2002.


Kyrrđ

Vitund ţýđ.
Vakir blćr.
Hugur kyrr.
Hjartađ slćr.

jgr


Sálarró

Í huga sínum
himna fćr
blessun sá er biđur.

Hugans máttur
hreinn og tćr,
frelsar sálu friđur.

jgr


Friđarbćn

Tökumst saman hönd í hönd
hljóđ og biđjum Guđ um friđ.
Brjótum hlekki, höggvum bönd.
Hrjáđum ţjóđum leggjum liđ,
leiđum til vonar mannkyniđ.

Ástarenglar

Til himins hljóđ
viđ horfum
á minninganna myndir.
Ţar ástar engla
eigum,
hugans ljúfu lindir.

jgr


Sorg

Sorgin er sólar
svarti koss
lagiđ og ljóđiđ
viđ lífsins kross.

Sorgin er sáriđ,
sálar und.
Hugurinn hljóđur
helgar stund.

Sorg tengja sálu
systra bönd:
Til vonar ţćr vitja
um viljans hönd.

jgr


Sálarblćr

Sálin er himinn
sérhvers manns:
og blćrinn bćrist
í brjósti hans.

jgr


Í náttstađ fuglanna

I

Fuglar! himins fjör,
svo fögur unađs sýn.
Er ađ ţeim sćkir svefn,
söngur ţeirra dvín.
Ađ morgni heyra má
hiđ milda skógarhjal
og nćrast enn á ný
af náttúrunnar mal.

II

Er sćll ţá sefur fugl
í sólarvon um stund.
Logn í lundi og mó,
líkn viđ sálargrund.
Viđ hvítan mána hvíld,
hver ein planta höll.
Skrýđir ţögnin skóg,
skýlir lífi ţöll.

jgr


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband