Ástarenglar

Til himins hljóđ
viđ horfum
á minninganna myndir.
Ţar ástar engla
eigum,
hugans ljúfu lindir.

jgr


Sorg

Sorgin er sólar
svarti koss
lagiđ og ljóđiđ
viđ lífsins kross.

Sorgin er sáriđ,
sálar und.
Hugurinn hljóđur
helgar stund.

Sorg tengja sálu
systra bönd:
Til vonar ţćr vitja
um viljans hönd.

jgr


Sálarblćr

Sálin er himinn
sérhvers manns:
og blćrinn bćrist
í brjósti hans.

jgr


Í náttstađ fuglanna

I

Fuglar! himins fjör,
svo fögur unađs sýn.
Er ađ ţeim sćkir svefn,
söngur ţeirra dvín.
Ađ morgni heyra má
hiđ milda skógarhjal
og nćrast enn á ný
af náttúrunnar mal.

II

Er sćll ţá sefur fugl
í sólarvon um stund.
Logn í lundi og mó,
líkn viđ sálargrund.
Viđ hvítan mána hvíld,
hver ein planta höll.
Skrýđir ţögnin skóg,
skýlir lífi ţöll.

jgr


Vćrđarstundir

I

Viđ upphaf göngu ţinnar
úr gćfulindum streymir.
Og undir verndarvćngjum,
ţú vćntingarnar geymir.
Ţá blómgast vor og angar
og vćrđarstundir langar
ţig vísdómsorđin dreymir.

II

Í lífsins vćrđarlundi
ţú leitar til ađ skilja.
Magnađur í raunum
er máttur afls og vilja.
Unađsgrćnar grundir,
og gullnar sćlustundir
gráma dagsins hylja.

III

Viđ ferđalok ţú hvílist,
í hvelfdum kyrrđarboga,
og veist ađ eilífđ alla
mun ćvisól ţín loga.
Ţú lítur farna vegu
í lífi yndislegu
viđ lygna himinsvoga.

jgr

(Vćrđarstundir er ljóđ sérstaklega ort til uppsetningar í Vćrđ, gönguleiđ og áningarstađi sem Lionsklúbburinn Ásbjörn í Hafnarfirđi lét útbúa ofan Hvaleyrarvatns í Hafnarfirđi međ sérstökum styrk úr minningarsjóđi Gísla S. Geirssonar.)


Elskast augu

Augun ţín
svo yndisleg
af ást mér vísa
unađs veg.
Orđin öll
ţín augu tjá.
Tilfinningar
tćrar sjá
elskendur
viđ ástar fund.
Ţegar elskast augu
er eilíf stund.

jgr


Gjöf

Manni hverjum
ađ muna hollt er
hve sćlt er ađ gefa
af sjálfum sér.

jgr


Spékoppur

Spékoppurinn
speglar kćti.
Hann á í gleđinni
hćsta sćti.
Hann er í andanum
yndislegur:
Gleđinnar ljómi
er lífsins vegur.

jgr


Ljósaleit

Ţú bjartsýni brýnir,
ţú býđur mér far:
Nú ljósanna leitum
ţví lífiđ er ţar.

jgr

(Ort til vinar míns, Guđjóns Sigurđssonar, formanns MND félagsins. Hann er okkur öllum ómetanleg fyrirmynd.)


Bros

Lítiđ barn
um litla kvos
leiddi pabba
sinn í hendi.
Sćlan ljúf
og lítiđ bros
lćddi í sál hans
blómavendi.

jgr


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband