Í náttstað fuglanna

I

Fuglar! himins fjör,
svo fögur unaðs sýn.
Er að þeim sækir svefn,
söngur þeirra dvín.
Að morgni heyra má
hið milda skógarhjal
og nærast enn á ný
af náttúrunnar mal.

II

Er sæll þá sefur fugl
í sólarvon um stund.
Logn í lundi og mó,
líkn við sálargrund.
Við hvítan mána hvíld,
hver ein planta höll.
Skrýðir þögnin skóg,
skýlir lífi þöll.

jgr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband