Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Skógargæði


Elur skógur af sér gæði
æti sækja dýrin hér,
aldinkjöt og fræið fæði
fegin á því gæða sér.
Lífsins sprota í láði kveikja
sem lyngið skýlir og jarðarher
en þeim ljúfir vindar feykja,
og víst það undur vænlegt er
sem vekur huga snauðan:
Því landið hefur lofað þér
að lífið sigrar dauðann.

jgr


Náttfuglar

Vært er kvöldsins vængjatak,
vindar þjóta í lundi.
En í rjóðri andartak
yndi á næturfundi.
Fuglar þagna fagra nótt,
friðsæll skógar eiður.
Þytur af einum þagnar fljótt
sem þiggur í skjóli hreiður.

jgr


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband