Kæra tré

Líkt og bergi af brjósti móður
blöðin nærir greina sjóður.
Þau falla létt í frjóan svörð
að foldu verða, hluti af jörð.
En nú þess rætur njóta þínar
sú næring streymir um æðar fínar.
Merkilegur máttur sá
sem myndar aftur blöðin smá.

Þannig lífið gróður græðir
glitrar dögg og skóginn fæðir.
Deyr og lifnar lauf við þig,
lífsins eilífð hringar sig
um gildan stofn og sterkan,
styrkan grundvöll merkan.
Ástríða og yndi er
okkar starf að hlúa að þér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband